Tvær breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn sem verður að vinnast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað í íslenska hópnum. Hér er hann í leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. KKÍ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta, hefur ákveðið hvaða 12 leikmenn verða í hóp liðsins gegn Danmörku í leiknum sem fram fer í kvöld. Eftir tapið gegn Svartfjallalandi sagði Craig að íslenska liðið verði einfaldlega að landa sigri í dag. Ísland er nú statt í Svartfjallalandi þar sem það tekur þátt í forkeppni undankeppni HM 2023. Liðið tapaði heldur stórt gegn heimamönnum og má ekki við öðru tapi í dag. Liðið verður einfaldlega að ná í sigur til að eiga möguleika á að komast í undankeppnina. Takist það ekki gæti það farið svo að íslenska landsliðið spili ekki „alvöru“ landsleik í næstum tvö ár. „Við verðum að vinna á morgun. Þess vegna þurftum við að spara orku leikmanna (gegn Svartfjallalandi) og passa okkur að keyra menn ekki út,“ sagði Pedersen í viðtali við Karfan.is að leik loknum. Pedersen sagði strax eftir leik að Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, myndi koma inn gegn Dönum því hann ætti að henta vel gegn danska liðinu. Ásamt Þóri Guðmundi þá kemur Ragnar Örn Bragason einnig inn í leikmannahóp liðsins. Hilmar Smári Henningsson og Davíð Arnar Ágústsson hvíla hins vegar í dag. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum. 12. ágúst 2021 20:31 Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. 12. ágúst 2021 12:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Ísland er nú statt í Svartfjallalandi þar sem það tekur þátt í forkeppni undankeppni HM 2023. Liðið tapaði heldur stórt gegn heimamönnum og má ekki við öðru tapi í dag. Liðið verður einfaldlega að ná í sigur til að eiga möguleika á að komast í undankeppnina. Takist það ekki gæti það farið svo að íslenska landsliðið spili ekki „alvöru“ landsleik í næstum tvö ár. „Við verðum að vinna á morgun. Þess vegna þurftum við að spara orku leikmanna (gegn Svartfjallalandi) og passa okkur að keyra menn ekki út,“ sagði Pedersen í viðtali við Karfan.is að leik loknum. Pedersen sagði strax eftir leik að Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, myndi koma inn gegn Dönum því hann ætti að henta vel gegn danska liðinu. Ásamt Þóri Guðmundi þá kemur Ragnar Örn Bragason einnig inn í leikmannahóp liðsins. Hilmar Smári Henningsson og Davíð Arnar Ágústsson hvíla hins vegar í dag. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum. 12. ágúst 2021 20:31 Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. 12. ágúst 2021 12:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum. 12. ágúst 2021 20:31
Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. 12. ágúst 2021 12:00