„Ég var orðin of meðvituð um líkama minn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:08 Söngkonan Britney Spears segist hafa verið orðin of meðvituð um líkama sinn. Skjáskot/instagram Tónlistarkonan Britney Spears opnaði sig um líkamsímynd sína á Instagram á dögunum. Brjóstamyndir sem hún hefur birt af sjálfri sér hafa vakið athygli aðdáenda, en hún segir myndirnar tengjast ákveðinni frelsun. Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Britney birti fyrstu myndina í lok júlí. Það er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli en hún fékk rúmlega þrjár milljónir læk. Síðan þá hefur Britney birt að minnsta kosti sex myndir af sér þar sem hún stendur berbrjósta úti í garði og heldur utan um brjóstin. Þegar myndirnar fóru að birtast með reglulegu millibili, fóru aðdáendur þó að velta vöngum. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég er svo ringlaður,“ skrifar einn. „Það er eitthvað grunsamlegt í gangi,“ skrifar annar. Þá veltu sumir fyrir sér hvort það væri raunverulega Britney sjálf sem stæði á bak við myndbirtinguna eða einhver annar. Britney virðist hafa fengið nóg af þessum vangaveltum í gær þegar hún ákvað að útskýra hvað lægi að baki. „Áður en ég sýni ykkur fleiri myndir, þá vil ég að þið skiljið ástæðuna fyrir því að ég birti þær,“ skrifar söngkonan. Hún segir allar konur þekkja þá tilfinningu að líða vel með að fækka fötum þegar þeim sé heitt. „Þar af leiðandi finnst manni að maður líti betur út.“ „Ég vil ekki endilega að þið sjáið spékoppinn á rassinum mínum, en ég mér líður eins og ég hafi orðið of meðvituð um líkamann minn þegar ég var að koma fram og það er ekki aðlaðandi.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Britney segist hafa burðast um með heiminn á herðum sér en nú sé kominn tími til þess að létta á sér. „Ég er kona, falleg og viðkvæm kona sem þarf að fara horfa á sjálfa sig í sínu tærasta formi.“ „Nei ég fór ekki í brjóstastækkun í vikunni og ég er ekki ólétt. Ég er með brjóst á þessum myndum af því ég borða mat,“ segir hún. Nýlega tjáði söngkonan sig um myndbönd af sjálfri sér frá því fyrr í sumar, þar sem söngkonan hafði bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segir að þrátt fyrir að hafa litið þéttari út, hafi hún verið hamingjusamari þá heldur en nú. Britney segist ekki ætla að vera berbrjósta það sem eftir er ævinnar, en það hjálpi henni þessa stundina. „Það er dýpri tilgangur á bak við Free Britney hreyfinguna en ykkur gæti nokkurn tíman grunað. Aðdáendur mínir hafa alltaf verið æðislegir og ég elska ykkur öll.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira