Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 23:30 Mike Ashley, stofnandi og stærsti hluthafi Sports Direct, hefur aldrei verið vinsæll í Newcastle. Mynd/Getty SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum. Enski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Taílendingurinn Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, er vinsælastur á meðal stuðningsmanna síns liðs samkvæmt könnuninni. 94,6 prósent stuðningsmanna Leicester City eru ánægðir með hans störf og vilja hann áfram við stjórnvölin. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leicester af föður sínum, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést aðeins sextugur að aldri í þyrluslysi fyrir utan King Power-völlinn, heimavöll Leicester, árið 2018. Póker og veðmálagúrúinn Tony Bloom er álíka vinsæll sem eigandi Brighton & Hove Albion en hann keypti 75% hluta í félaginu árið 2009 og hefur verið stuðningsmaður félagsins frá æsku. Liðið hefur farið úr C-deild upp í efstu deild í eigandatíð hans og eru 94,4 prósent stuðningsmanna ánægðir með störf hans. Annar veðmálasérfræðingur, Matthew Benham, eigandi Brentford er sá þriðji sem er yfir 90 prósentunum, með 92,2 prósent stuðning. Leicester hefur unnið bæði FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn í ár, sem eru fyrstu titlarnir í eigendatíð Aiyawatt Srivaddhanaprabha. Liðið vann ensku deildina þegar faðir hans átti liðið, fyrir andlát hans af slysförum árið 2018.Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Mansour og Abramovich vinsælastir hjá stóru liðunum Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, er vinsælastur af eigendum hjá stóru sex liðunum í deildinni. 82,1 prósent kveðast ánægðir með hans störf. 75,7 prósent stuðningsmanna Chelsea eru þá ánægðir með störf Roman Abramovich sem keypti Chelsea 2003. 54,2 prósent stuðningsmanna Liverpool eru hlynntir áframhaldandi starfi bandaríska fjárfestingafélagsins Fenway Sports Group og eigandans John W. Henry en eigendur hinna þriggja stóru liðanna eru öllu ósáttari við stjórnarhætti eigenda sinna. Bored of the board? Premier League fans were asked if they are happy to remain with their club's current owner Here's the breakdown #FanHopeSurvey pic.twitter.com/bYOFrvBSxU— Sky Bet (@SkyBet) August 16, 2021 Eigendur Liverpool hafa almennt verið vinsælir í Liverpool-borg síðustu ár en tilraun félagsins til að stofna Ofurdeild Evrópu, ásamt hinu stóru félögunum á Englandi, féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum. Sú tilraun hefur eflaust sitt að segja hjá hinum félögunum einnig. Bandarískir eigendur Arsenal og United ekki í náðinni Fjöldamótmæli voru haldin fyrir utan Old Trafford í Manchester-borg eftir að tilkynnt var um áætlanir varðandi Ofurdeild Evrópu.Nathan Stirk/Getty Images 25,8 prósent stuðningsmanna Tottenham Hotspur eru ánægðir með breska fjárfestingarfélagið ENIC International Ltd. sem á 85 prósent hlut í félaginu, og störf stjórnarformannsins Daniel Levy. Þá eru stuðningsmenn Manchester United og Arsenal óánægðir með bandaríska eigendur sinna félaga. Aðeins 9,8 prósent styðja Glazer-fjölskylduna sem á Manchester United, sem hefur lengi verið óvinsæl í Manchester-borg. 8,9 prósent styðja við bakið á Stan Kroenke sem á Arsenal. Langóvinsælastur er þó Sports Direct-kóngurinn Mike Ashley sem á Newcastle United. Regluleg mótmæli hafa verið haldin á St. James' Park frá því að hann keypti félagið árið 2007. Fjölmargar tilraunir hans til að selja félagið hafa runnið út í sandinn þar sem fáir vilja borga þá upphæð sem Ashley krefst fyrir sölu á félaginu. 3,1 prósent stuðningsmanna Newcastle styðja við bakið á Englendingnum.
Enski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð