Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 22:30 Ramsdale hefur staðið sig vel síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni en fallið í bæði skipti. Fyrst með Bournemouth og svo með Sheffield United í vor. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira