Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 10:32 Vopnaðir talibanar á götum Kabúl. AP/Rahmat Gul Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af. Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001. Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Mohammed Salim segir Reuters-fréttastofunni að hundruð manna hafi veifað svörtum, rauðum og grænum þjóðfána Afganistans í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum á þessum degi árið 1919. „Í fyrstu var ég hræddur og vilti ekki fara en þegar ég sá einn nágranna minna slást í hópinn náði ég í fánann sem ég á heima,“ segir Salim. Þrír voru drepnir þegar talibanar skutu á mótmælendur sem höfðu tekið niður hvítan þeirra og reynt að draga afganska fánann að húni í Jalalabad í gær. Sambærilegar uppákomur áttu sér stað víðar um Afganistan í gær þó að ekki kæmi til mannfalls, þar á meðal í Asadabad og í Khost í austanverðu landinu. Amrullah Saleh, varaforseti, lýsti yfir stuðningi sínum við mótmælin en hann reynir nú að skipuleggja andspyrnu gegn talibönum. „Hyllið þau sem bera þjóðfánann og standa þannig fyrir reisn þjóðarinnar,“ sagði Saleh á Twitter. Hann telur sig lögmætan forseta Afganistans eftir að Ashraf Ghani flúði land áður en talibanar lögðu undir sig höfuðborgina Kabúl um helgina. Leiðtogar talibana hafa heitið því að virða mannréttindi og að fyrrum óvinir þeirra hafi ekkert að óttast nú þegar þeir hafa tekið völdin í landinu. Margir landsmenn eru þó fullir efasemda um þau loforð enda minnugir ógnarstjórnarinnar sem talibana stóðu fyrir þegar þeir voru síðast við völd frá 1996 til 2001.
Afganistan Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18