Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 14:31 Klopp var ánægður með sína menn en öllu ósáttari við Mike Dean, dómara. Catherine Ivill/Getty Images „Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með. Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Diogo Jota og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í nokkuð öruggum 2-0 sigri á Anfield í dag. Heimamenn þurftu þó að hafa fyrir hlutunum gegn Burnley-liði sem gaf lítið eftir og lét finna fyrir sér. Klopp segir Mike Dean, dómara leiksins, hafa leyft þeim að komast upp með full mikið. Ekkert gult spjald fór á loft í leiknum. „Burnley verður aldrei lið sem hægt er að yfirspila, allavega ekki fyrir okkur, maður þarf að búa sig undir bardaga og við vorum klárir í það í dag í mjög erfiðum leik. Þú sást þessar tæklingar hjá Barnes og Wood á Virgil og Joel,“ segir Klopp og bætir við: „Ég er hreint ekki viss um að við séum á réttri leið með svona ákvarðanir, það er eins og við séum að fara 10-15 ár aftur í tímann,“ Ekki sé hægt að leyfa hvað sem er til að leikurinn flæði Klopp var þá spurður hvort það væri ekki gott að dæma minna til að viðhalda flæði í leiknum. Hann segir flæði ekki geta afsakað hvaða brot sem er. „Þetta byrjaði allt þegar reglunum var breytt fyrir um tuttugu árum með það að leiðarljósi að vernda leikmennina. Mér finnst ekki rétt að hafa þetta svona, en ég get litlu breytt um það.“ segir Klopp sem tók þá dæmi frá leik Brentford og Arsenal um síðustu helgi þar sem Brentford skoraði annað mark sitt eftir langt innkast og leikmaður þeirra hélt Bernd Leno, markverði Arsenal. Jurgen Klopp on Burnley : "Watch wrestling if you like these kinda things." pic.twitter.com/yyOalFtwbn— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2021 „Það er talað um að það verði að leyfa leiknum að flæða en það verður alltaf svona. Ég stend við það. Annað markið hjá Brentford, þar gerðu þeir frábærlega, en það verður að dæma brot. segir Klopp. Það er ekki hægt að halda í höndina á markverðinum og segja 'svona er fótbolti',“ „Við verðum að halda áfram að vernda leikmennina. Við getum ekki hætt því og sagt 'þetta er sko tækling, ég elska að sjá svona'. Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað.“ segir Klopp. Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í deildinni eftir 3-0 sigur á Norwich í fyrstu umferð. Burnley er hins vegar án stiga.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira