Rangárnar standa upp úr í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2021 10:06 Nýgengin lax úr Eystri Rangá Mynd: KL Þegar listinn yfir aflahæstu árnar er skoðaður standa Rangárnar upp úr í sumar og líklega fara þær báðar yfir 3.000 laxa Eystri Rangá er á toppnum með 1.873 laxa en vikuveiðin þar var 268 laxar. Það skrítna ástand hefur verið við ánna undanfarna daga og vikur að hún er líklega eins tær og hún getur verið því það kemur lítil sem engin bráð í hana. Þá verður hún köld og fiskurinn oft tregur í töku. Um leið og hún litast aðeins af jökulbráð og fær á sig smá mjólkurlit verður hún aðeins hlýrri og þá fer laxinn oftar en ekki að taka betur. Það er ágætt magn af laxi í ánni þó það sé ekkert miðað við árið í fyrra en það er líklega ekki sanngjarnt að bera það saman þar sem um metár var að ræða. Flest svæðin eru inni og mikið af laxi í nokkrum hyljum eins og Moldarhyl, Skollatanga, Bátsvaði, Hofteigsbreiðum, Þreytanda og Hrafnaklettum. Rangárvað og veiðistaðirnir á svæði 6 eru ótrúlega rólegir en það var þannig líka í fyrra þangað til leið á september, þá fylltist vaðið af laxi. Ytri Rangá átti frábæra viku en það veiddust 382 laxar í henni og það var greinilegt að það hafði komið inn stór síðsumars ganga í ánna. Heildarveiðin í Ytri Rangá í fyrra var 2.642 laxar og við spáum því að áinn ekki bara fari yfir 3.000 laxa heldur gæti hún átt það mikið inni í september og október að hún teygi sig langt í 4.000 laxa. Það sama á við um Eystri ánna. Það er nokkuð ljóst að þær systur eiga þetta sumar. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kvóti í Bíldsfellinu Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Eystri Rangá er á toppnum með 1.873 laxa en vikuveiðin þar var 268 laxar. Það skrítna ástand hefur verið við ánna undanfarna daga og vikur að hún er líklega eins tær og hún getur verið því það kemur lítil sem engin bráð í hana. Þá verður hún köld og fiskurinn oft tregur í töku. Um leið og hún litast aðeins af jökulbráð og fær á sig smá mjólkurlit verður hún aðeins hlýrri og þá fer laxinn oftar en ekki að taka betur. Það er ágætt magn af laxi í ánni þó það sé ekkert miðað við árið í fyrra en það er líklega ekki sanngjarnt að bera það saman þar sem um metár var að ræða. Flest svæðin eru inni og mikið af laxi í nokkrum hyljum eins og Moldarhyl, Skollatanga, Bátsvaði, Hofteigsbreiðum, Þreytanda og Hrafnaklettum. Rangárvað og veiðistaðirnir á svæði 6 eru ótrúlega rólegir en það var þannig líka í fyrra þangað til leið á september, þá fylltist vaðið af laxi. Ytri Rangá átti frábæra viku en það veiddust 382 laxar í henni og það var greinilegt að það hafði komið inn stór síðsumars ganga í ánna. Heildarveiðin í Ytri Rangá í fyrra var 2.642 laxar og við spáum því að áinn ekki bara fari yfir 3.000 laxa heldur gæti hún átt það mikið inni í september og október að hún teygi sig langt í 4.000 laxa. Það sama á við um Eystri ánna. Það er nokkuð ljóst að þær systur eiga þetta sumar.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kvóti í Bíldsfellinu Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði