Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 08:39 Bandarískir landgönguliðar standa vörð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Vísir/EPA Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust. Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið. Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Þýski herinn segir að þýskir og bandarískir hermenn hafi tekið þátt í skotbardaganum við norðurhlið flugvallarins. Reuters-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum Atlantshafsbandalagsins að öryggissveitir hafi náð stjórn á aðstæðum og að öllum hlið flugvallarins hafi verið lokað. Bandaríska fréttastöðin CNN heldur því fram að leyniskytta fyrir utan flugvöllinn hafi skotið á afganska verði innan hans og að þeir hafi svarað skothríðinni. Bandarískir hermenn hafi skotið á afgönsku verðina. Glundroði hefur ríkt á flugvellinum í Kabúl allt frá því að talibanar tóku höfuðborgina og fjölda annarra borga í aðdraganda endanlegs brotthvarfs bandarísks og alþjóðlegs herliðs í þarsíðustu viku. Þúsundir Afgana og erlendra ríkisborgara hafa í örvæntingu reynt að flýja landið undan stjórn íslömsku öfgamannanna þrátt fyrir að talibanar gefi fögur fyrirheit um að þeir ætli að virða mannréttindi og að konur fái að njóta meiri réttinda en síðast þegar þeir stýrðu landinu frá 1996 til 2001. Sjö Afganar létust í troðningi við hlið flugvallarins í gær. Liðsmenn talibana skutu þá byssukúlum upp í loftið til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum sem hafði safnast saman. Fyrir viku létust einnig nokkrir í ringulreið á flugvellinum, þar á meðal einhverjir sem hröpuðu til bana þegar þeir reyndu að hanga utan á flugvél sem fór í loftið.
Afganistan Tengdar fréttir Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36 Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Gripið til aðgerða til að flýta brottflutningi fólks Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að gripið hafi verið til aðgerða til að flýta flutningi flóttafólks frá Afganistan og hafi bandarískar hersveitir útvíkkað öryggissvæði í kring um flugvöllinn í Kabúl í því augnamiði. 23. ágúst 2021 06:36
Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn Hermenn Talibana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á aðstæðum við flugvöllinn í Kabúl í dag. Þúsundir Afgana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Talibana sem náðu völdum í Afganistan í byrjun vikunnar. 22. ágúst 2021 20:14