„Hafa fylgst lengi með mér og hafa mikla trú á mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 09:30 Andri Fannar Baldursson hefur leikið fjóra A-landsleiki. getty/Mateusz Slodkowski Andri Fannar Baldursson kveðst spenntur fyrir komandi tímum hjá FC København. Hann segir að danska stórliðið hafi fylgst lengi með sér og forráðamenn þess hafi mikla trú á sér. Í gær var tilkynnt að ítalska úrvalsdeildarliðið Bologna hefði lánað Andra til FCK. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni, eða fram á næsta sumar. FCK á svo forkaupsrétt á Andra eftir tímabilið. Andri gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki í ársbyrjun 2019. Hann hefur leikið fimmtán deildarleiki fyrir aðallið Bologna en aðeins einn þeirra í byrjunarliði. Andri vildi fá meiri spiltíma og sá ekki fram á að fá hann hjá Bologna. Því fór hann á lán en það bar nokkuð brátt að. „Þetta kom upp í byrjun síðustu viku eða lok þarsíðustu viku. Ég vildi fara á lán þar sem ég vildi spila meira. Við Bologna tókum þá ákvörðun að það væri betra fyrir mig sem leikmann að komast í umhverfi þar sem eru meiri líkur á að fá spiltíma. Eina sem ég vil er að spila fótbolta. Það er það sem ég elska mest. Ég vildi spila meira. Það var hundrað prósent,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Fannst ég eiga skilið miklu fleiri tækifæri Hann hefur verið viðloðandi aðallið Bologna í eitt og hálft ár en ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Og hann taldi að tækifærunum myndi ekki fjölga á þessu tímabili. Andri í leik gegn Torino í ítölsku úrvalsdeildinni.getty/Mario Carlini „Þeir náðu ekki að selja þá miðjumenn sem þeir ætluðu sér, sem eru í stöðunum mínum. Það er eins og það er. Við komumst að sameiginlegri niðurstöðu að það væri betra fyrir mig að fara á lán þetta tímabil, sérstaklega þar sem ég var ekki tilbúinn að fá kannski svipað marga leiki þriðja tímabilið í röð. Mér fannst ég eiga skilið miklu fleiri tækifæri og sá ekki fram á að fá þau þetta tímabil,“ sagði Andri. Nokkur félög sýndu honum áhuga en FCK heillaði mest enda haft augastað á Andra í dágóðan tíma. Kom á óvart hvað félagið er stórt „Það gerðist allt mjög hratt og þetta var lítill tími. Það var slatti af áhuga en FCK hefur elt mig lengi. Ég var mjög spenntur fyrir þessu félagi. Það kom mér líka á óvart, ég vissi ekki að það væri svona stórt,“ sagði Andri sem er nítján ára. Tveir aðrir Íslendingar á svipuðum reki eru á mála hjá FCK, þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson. „Ég er í reglulegu sambandi við þá, sérstaklega Hákon, en það er gaman að hitta þá og þetta eru flottir strákar,“ sagði Andri en Hákon lék sinn fyrsta deildarleik fyrir aðallið FCK í fyrradag. Andri lék einn leik með Breiðabliki áður en hann fór til Bologna.getty/Ciro Santangelo FCK er eitt stærsta félag Norðurlandanna, hefur þrettán sinnum orðið danskur meistari og fjórum sinnum tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og einu sinni komist í sextán liða úrslit hennar. Tímabilið 2019-20 komst FCK svo í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Þetta er risastórt félag og hér er allt til alls. Þetta er toppfélag og það var tekið fáránlega vel á móti mér,“ sagði Andri sem fór á sína fyrstu æfingu með FCK í gær. Labba ekkert inn í byrjunarliðið Hann segir að forráðamenn FCK geri miklar væntingar til hans. „Ég hef bæði rætt við þjálfarann og yfirmann knattspyrnumála og þeir hafa mjög mikla trú á mér. Þeir hafa fylgst lengi með mér. Það er geggjað að heyra að þjálfarinn og allir hjá félaginu hafi mikla trú á mér,“ sagði Andri. Hann bætti þó við að það yrði enginn hægðarleikur að komast í byrjunarlið FCK enda hópurinn þar á bæ sterkur. „Það eru geggjaðir leikmenn í þessu liði og samkeppnin mikil. Ég er ekkert að fara að labba beint inn í byrjunarliðið en sé meiri möguleika á að spila hér.“ Andri leikur í treyju númer átján hjá FCK, eins og hann gerði hjá Bologna.fck.dk Andri segist spennandi að fara í lið sem er allajafna í toppbaráttu og stendur auk þess á þröskuldi þess að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Það yrði risastórt og mjög spennandi verkefni. Ég vona innilega að þeir klári það. Svo ætla þeir að berjast um titilinn. Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu sem framundan er,“ sagði Andri að endingu. Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Í gær var tilkynnt að ítalska úrvalsdeildarliðið Bologna hefði lánað Andra til FCK. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni, eða fram á næsta sumar. FCK á svo forkaupsrétt á Andra eftir tímabilið. Andri gekk í raðir Bologna frá Breiðabliki í ársbyrjun 2019. Hann hefur leikið fimmtán deildarleiki fyrir aðallið Bologna en aðeins einn þeirra í byrjunarliði. Andri vildi fá meiri spiltíma og sá ekki fram á að fá hann hjá Bologna. Því fór hann á lán en það bar nokkuð brátt að. „Þetta kom upp í byrjun síðustu viku eða lok þarsíðustu viku. Ég vildi fara á lán þar sem ég vildi spila meira. Við Bologna tókum þá ákvörðun að það væri betra fyrir mig sem leikmann að komast í umhverfi þar sem eru meiri líkur á að fá spiltíma. Eina sem ég vil er að spila fótbolta. Það er það sem ég elska mest. Ég vildi spila meira. Það var hundrað prósent,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Fannst ég eiga skilið miklu fleiri tækifæri Hann hefur verið viðloðandi aðallið Bologna í eitt og hálft ár en ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Og hann taldi að tækifærunum myndi ekki fjölga á þessu tímabili. Andri í leik gegn Torino í ítölsku úrvalsdeildinni.getty/Mario Carlini „Þeir náðu ekki að selja þá miðjumenn sem þeir ætluðu sér, sem eru í stöðunum mínum. Það er eins og það er. Við komumst að sameiginlegri niðurstöðu að það væri betra fyrir mig að fara á lán þetta tímabil, sérstaklega þar sem ég var ekki tilbúinn að fá kannski svipað marga leiki þriðja tímabilið í röð. Mér fannst ég eiga skilið miklu fleiri tækifæri og sá ekki fram á að fá þau þetta tímabil,“ sagði Andri. Nokkur félög sýndu honum áhuga en FCK heillaði mest enda haft augastað á Andra í dágóðan tíma. Kom á óvart hvað félagið er stórt „Það gerðist allt mjög hratt og þetta var lítill tími. Það var slatti af áhuga en FCK hefur elt mig lengi. Ég var mjög spenntur fyrir þessu félagi. Það kom mér líka á óvart, ég vissi ekki að það væri svona stórt,“ sagði Andri sem er nítján ára. Tveir aðrir Íslendingar á svipuðum reki eru á mála hjá FCK, þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson. „Ég er í reglulegu sambandi við þá, sérstaklega Hákon, en það er gaman að hitta þá og þetta eru flottir strákar,“ sagði Andri en Hákon lék sinn fyrsta deildarleik fyrir aðallið FCK í fyrradag. Andri lék einn leik með Breiðabliki áður en hann fór til Bologna.getty/Ciro Santangelo FCK er eitt stærsta félag Norðurlandanna, hefur þrettán sinnum orðið danskur meistari og fjórum sinnum tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og einu sinni komist í sextán liða úrslit hennar. Tímabilið 2019-20 komst FCK svo í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Þetta er risastórt félag og hér er allt til alls. Þetta er toppfélag og það var tekið fáránlega vel á móti mér,“ sagði Andri sem fór á sína fyrstu æfingu með FCK í gær. Labba ekkert inn í byrjunarliðið Hann segir að forráðamenn FCK geri miklar væntingar til hans. „Ég hef bæði rætt við þjálfarann og yfirmann knattspyrnumála og þeir hafa mjög mikla trú á mér. Þeir hafa fylgst lengi með mér. Það er geggjað að heyra að þjálfarinn og allir hjá félaginu hafi mikla trú á mér,“ sagði Andri. Hann bætti þó við að það yrði enginn hægðarleikur að komast í byrjunarlið FCK enda hópurinn þar á bæ sterkur. „Það eru geggjaðir leikmenn í þessu liði og samkeppnin mikil. Ég er ekkert að fara að labba beint inn í byrjunarliðið en sé meiri möguleika á að spila hér.“ Andri leikur í treyju númer átján hjá FCK, eins og hann gerði hjá Bologna.fck.dk Andri segist spennandi að fara í lið sem er allajafna í toppbaráttu og stendur auk þess á þröskuldi þess að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Það yrði risastórt og mjög spennandi verkefni. Ég vona innilega að þeir klári það. Svo ætla þeir að berjast um titilinn. Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu sem framundan er,“ sagði Andri að endingu.
Danski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira