17 þúsund fermetrar í viðbót við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2021 20:02 Leó Árnason, sem er að rifna úr stolti af nýja miðbænum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á. Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum. Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira