Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 07:30 Í gær bárust fréttir af því að Liverpool myndi ekki leyfa Mohamed Salah að ferðast með egypska landsliðinu. EPA-EFE/Phil Noble Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. Nú í september er á dagskrá landsleikjahlé, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið liðum leyfi til að banna leikmönnum að fara í landsleiki fari svo að þeir missi af leikjum með félagsliði vegna sóttkvíar. Vegna sóttvarnarreglna í Bretlandi þyrftu þeir leikmenn sem ferðast til rauðra landa að sæta tíu daga sóttkví við komuna aftur til landsins, og það þýðir að þeir gætu misst af leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Premier League clubs have today reluctantly but unanimously decided not to release players for international matches played in red-list countries next month Full statement: https://t.co/JBl6FuzUNC pic.twitter.com/EJiZaODub1— Premier League (@premierleague) August 24, 2021 Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segjast styðja þessa ákvörðun félaganna, en þetta gæti haft áhrif á allt að 60 leikmenn úr 19 félögum sem ættu að ferðast til 26 landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar. „Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa alltaf stutt við leikmenn sína sem vilja spila fyrir þjóð sína,“ sagði Richard Masters, einn af forsvarsmönnum deildarinnar. „Hinsvegar hafa félögin komist að þeirri niðurstöðu, með trega, en réttilega, að það væri mjög óábyrgt að senda leikmenn í þessar aðstæður. Sóttkví myndi hafa áhrif á velferð og líkamlegt form leikmanna Við þekkjum þær áskoranir sem fylgja landsleikjahléum og erum opin fyrir lausnum í kringum þau.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Nú í september er á dagskrá landsleikjahlé, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið liðum leyfi til að banna leikmönnum að fara í landsleiki fari svo að þeir missi af leikjum með félagsliði vegna sóttkvíar. Vegna sóttvarnarreglna í Bretlandi þyrftu þeir leikmenn sem ferðast til rauðra landa að sæta tíu daga sóttkví við komuna aftur til landsins, og það þýðir að þeir gætu misst af leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Premier League clubs have today reluctantly but unanimously decided not to release players for international matches played in red-list countries next month Full statement: https://t.co/JBl6FuzUNC pic.twitter.com/EJiZaODub1— Premier League (@premierleague) August 24, 2021 Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segjast styðja þessa ákvörðun félaganna, en þetta gæti haft áhrif á allt að 60 leikmenn úr 19 félögum sem ættu að ferðast til 26 landa á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar. „Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa alltaf stutt við leikmenn sína sem vilja spila fyrir þjóð sína,“ sagði Richard Masters, einn af forsvarsmönnum deildarinnar. „Hinsvegar hafa félögin komist að þeirri niðurstöðu, með trega, en réttilega, að það væri mjög óábyrgt að senda leikmenn í þessar aðstæður. Sóttkví myndi hafa áhrif á velferð og líkamlegt form leikmanna Við þekkjum þær áskoranir sem fylgja landsleikjahléum og erum opin fyrir lausnum í kringum þau.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira