Kanye vill verða Ye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 11:30 Kanye hér í hlustunarpartíi fyrir óútgefna plötu sína, Donda, á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta í síðasta mánuði. Kevin Mazur/Getty Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum. Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira
Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum.
Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira