Myrkur um miðjan dag á Alþingi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 26. ágúst 2021 12:00 Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar