Tuttugu ár frá ákvörðuninni sem Sir Alex sér hvað mest eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 16:30 Jaap Stam og Sir Alex Ferguson þegar allt lék í lyndi. Dave Kendall/Getty Images Sir Alex Ferguson gerði ekki mörg mistök er hann vann titil eftir titil með Manchester United. Í dag eru hins vegar 20 ár frá þeirri ákvörðun sem Skotinn sér hvað mest eftir á 26 ára stjóratíð sinni í Manchester-borg. Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira