Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:50 Danir eru sjálfir stórtækir olíuframleiðendur. Þeir hafa þó ákveðið að leyfa ekki frekari vinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir 2050. Vísir/EPA Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást. Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni. Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni.
Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30