Til hvers að kjósa? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 07:31 Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“ Þessar tilfinningar eru ekki úr lausu loft gripnar. Margir þeirra sem hafa misst vonina á að nokkuð muni breytast eru fólk sem hefur samviskusamlega mætt á kjörstað alla sína tíð. Þetta er fólk á öllum aldri, fólk sem hefur leyft sér að trúa loforðum stjórnmálamanna sem síðan reyndust orðin tóm. Þó að ég skilji þessar tilfinningar vel og hafi fundið fyrir þeim sjálf, þá óttast ég hvaða afleiðingar þær kunna að hafa. Ég er sannfærð um að við megum ekki leyfa þeim að ná yfirhöndinni, því þá fyrst er lýðræðið í hættu. Með því að gefast upp, eða skila auðu, þá erum við í raun að greiða atkvæði með óbreyttu ástandi. Þeir sem eru sáttir við ástandið eins og það er nú munu nefnilega mæta glaðir á kjörstað og styrkja stöðu sína og sinna enn frekar. Vonleysi og aðgerðaleysi okkar hinna er vatn á þeirra myllu. Hvað er til ráða? Það fyrsta er að leyfa sér ekki að gefast upp heldur ákveða að mæta á kjörstað og taka svo upplýsta ákvörðun um hvað skuli kjósa. Til að taka upplýsta ákvörðun þarf að kynna sér flokkana. Það þarf að skoða meira en kosningaloforðin. Það þarf að skoða hvernig framganga þeirra á Alþingi rímar við kosningaloforðin. Hvernig ríma t.d. kosningaloforð stjórnarflokkana um að bæta heilbrigðiskerfið eða hag aldraðra við gjörðir þeirra á þingi? Hafa þeir lofað þessu áður? Og ef þeir telja þetta mikilvægt, af hverju eru þeir þá ekki löngu búnir að hrinda loforðunum í framkvæmd? Eru þeir kannski bara að dusta aftur rykið af áður notuðum og vanefndum kosningaloforðum? Hvort hafa þessir flokkar sett fólk eða fjármálakerfi í forgang? Hvort hafa þessir flokkar varið hagsmuni heildarinnar, fólksins, eða sérhagsmuni hinna fáu og útvöldu? Er líklegt að þeir muni hegða sér allt öðru vísi að þessum kosningum loknum en eftir þær síðustu? Eða er líklegra að áratugalangt hegðunarmynstur muni endurtaka sig enn einu sinni? Til að spá fyrir um gjörðir framtíðar þarf að skoða gjörðir fortíðar Þetta er ekki hlutlaus pólitísk grein. Ég skipa í 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi og lesendur geta dæmt orð mín út frá því. En þó ég sé ekki hlutlaus þá er það staðreynd sem ekki verður á móti mælt að Flokkur fólksins hefur barist fyrir þá sem verst standa í samfélaginu, hvort sem þeir eru sjúkir, aldraðir eða öryrkjar og hefur í þeirri baráttu mætt gríðarlegri andstöðu inni á hinu háa Alþingi. Engu að síður er allt það sem Flokkur fólksins hefur barist fyrir nákvæmlega sömu málefnin og hinir flokkarnir keppast við að lofa í dag. Þetta eru allt mál sem fyrir löngu hefði verið að hægt að koma til framkvæmda EF vilji væri fyrir hendi. Vilji þessara flokka til að tryggja hinum verst settu mannsæmandi líf hefur ekki verið fyrir hendi. Hann er ekki fyrir hendi og hann verður ekki fyrir hendi eftir þessar kosningar frekar en hinar fyrri, hvað sem öllum fagurgala líður. Flokkur fólksins hefur lagt fram nær 40 mál á liðnu kjörtímabili. Mörg þeirra eru komin á loforðalista hinna flokkanna nú rétt fyrir kosningar. Þessi mál mættu annað hvort harðri andstöðu eða tómlæti á Alþingi. Samt keppast flokkarnir nú við að eigna sér þessi málefni þrátt fyrir að hafa staðið í vegi þeirra þegar atkvæði voru greidd í þingsal. Engu að síður fékk Flokkur fólksins þrjú þingmannamál samþykkt, sem er þakkarvert, en þau hefðu átt að vera miklu fleiri. Eftir stendur að hljóð og mynd þurfa að fara saman og það er virkilega holur hljómur í loforðum þeirra sem hafa komið fram með þessum hætti. Ekki „kosningamál“ heldur okkar hjartans mál Loforð Flokks fólksins eru ekki bara orðin tóm. Flokkurinn hefur nú þegar lagt flest þeirra fram og barist fyrir framgangi þeirra. Hann er ekki að finna þau upp sem „góða hugmynd sem gengur í kjósendur“ rétt fyrir kosningar. Það sama má segja um mig sjálfa. Ég hef barist frá hruni og síðustu 4 ár sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fyrir því að hagsmunir heimilanna, sérstaklega hvað húsnæðismál varðar, séu settir framar hagsmunum fjármálafyrirtækja. Þessa barátta, sem hefur bæði snúist um að berjast fyrir og verja þau réttindi sem hagsmunaaðilar vilja svipta almenning, hefur alfarið verið unnin í sjálfboðavinnu og af hugsjón. Málefni og loforð okkar í Flokki fólksins eru ekki „kosningamál“ heldur okkar hjartans mál. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir þeim og við munum aldrei gefast upp. Ekki sleppa því að fara inn í kjörklefann í haust og leggja þitt lóð á vogarskálar breytinga. Taktu upplýsta ákvörðun. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er því miður svo að allt of margir spyrja sig eftirfarandi spurningar: „Til hvers á ég að kjósa?“. Í kjölfarið fylgja oft setningar eins og „Það breytist aldrei neitt“ eða „Það skiptir engu máli hver er kosinn, það svíkja allir allt.“ Þessar tilfinningar eru ekki úr lausu loft gripnar. Margir þeirra sem hafa misst vonina á að nokkuð muni breytast eru fólk sem hefur samviskusamlega mætt á kjörstað alla sína tíð. Þetta er fólk á öllum aldri, fólk sem hefur leyft sér að trúa loforðum stjórnmálamanna sem síðan reyndust orðin tóm. Þó að ég skilji þessar tilfinningar vel og hafi fundið fyrir þeim sjálf, þá óttast ég hvaða afleiðingar þær kunna að hafa. Ég er sannfærð um að við megum ekki leyfa þeim að ná yfirhöndinni, því þá fyrst er lýðræðið í hættu. Með því að gefast upp, eða skila auðu, þá erum við í raun að greiða atkvæði með óbreyttu ástandi. Þeir sem eru sáttir við ástandið eins og það er nú munu nefnilega mæta glaðir á kjörstað og styrkja stöðu sína og sinna enn frekar. Vonleysi og aðgerðaleysi okkar hinna er vatn á þeirra myllu. Hvað er til ráða? Það fyrsta er að leyfa sér ekki að gefast upp heldur ákveða að mæta á kjörstað og taka svo upplýsta ákvörðun um hvað skuli kjósa. Til að taka upplýsta ákvörðun þarf að kynna sér flokkana. Það þarf að skoða meira en kosningaloforðin. Það þarf að skoða hvernig framganga þeirra á Alþingi rímar við kosningaloforðin. Hvernig ríma t.d. kosningaloforð stjórnarflokkana um að bæta heilbrigðiskerfið eða hag aldraðra við gjörðir þeirra á þingi? Hafa þeir lofað þessu áður? Og ef þeir telja þetta mikilvægt, af hverju eru þeir þá ekki löngu búnir að hrinda loforðunum í framkvæmd? Eru þeir kannski bara að dusta aftur rykið af áður notuðum og vanefndum kosningaloforðum? Hvort hafa þessir flokkar sett fólk eða fjármálakerfi í forgang? Hvort hafa þessir flokkar varið hagsmuni heildarinnar, fólksins, eða sérhagsmuni hinna fáu og útvöldu? Er líklegt að þeir muni hegða sér allt öðru vísi að þessum kosningum loknum en eftir þær síðustu? Eða er líklegra að áratugalangt hegðunarmynstur muni endurtaka sig enn einu sinni? Til að spá fyrir um gjörðir framtíðar þarf að skoða gjörðir fortíðar Þetta er ekki hlutlaus pólitísk grein. Ég skipa í 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi og lesendur geta dæmt orð mín út frá því. En þó ég sé ekki hlutlaus þá er það staðreynd sem ekki verður á móti mælt að Flokkur fólksins hefur barist fyrir þá sem verst standa í samfélaginu, hvort sem þeir eru sjúkir, aldraðir eða öryrkjar og hefur í þeirri baráttu mætt gríðarlegri andstöðu inni á hinu háa Alþingi. Engu að síður er allt það sem Flokkur fólksins hefur barist fyrir nákvæmlega sömu málefnin og hinir flokkarnir keppast við að lofa í dag. Þetta eru allt mál sem fyrir löngu hefði verið að hægt að koma til framkvæmda EF vilji væri fyrir hendi. Vilji þessara flokka til að tryggja hinum verst settu mannsæmandi líf hefur ekki verið fyrir hendi. Hann er ekki fyrir hendi og hann verður ekki fyrir hendi eftir þessar kosningar frekar en hinar fyrri, hvað sem öllum fagurgala líður. Flokkur fólksins hefur lagt fram nær 40 mál á liðnu kjörtímabili. Mörg þeirra eru komin á loforðalista hinna flokkanna nú rétt fyrir kosningar. Þessi mál mættu annað hvort harðri andstöðu eða tómlæti á Alþingi. Samt keppast flokkarnir nú við að eigna sér þessi málefni þrátt fyrir að hafa staðið í vegi þeirra þegar atkvæði voru greidd í þingsal. Engu að síður fékk Flokkur fólksins þrjú þingmannamál samþykkt, sem er þakkarvert, en þau hefðu átt að vera miklu fleiri. Eftir stendur að hljóð og mynd þurfa að fara saman og það er virkilega holur hljómur í loforðum þeirra sem hafa komið fram með þessum hætti. Ekki „kosningamál“ heldur okkar hjartans mál Loforð Flokks fólksins eru ekki bara orðin tóm. Flokkurinn hefur nú þegar lagt flest þeirra fram og barist fyrir framgangi þeirra. Hann er ekki að finna þau upp sem „góða hugmynd sem gengur í kjósendur“ rétt fyrir kosningar. Það sama má segja um mig sjálfa. Ég hef barist frá hruni og síðustu 4 ár sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fyrir því að hagsmunir heimilanna, sérstaklega hvað húsnæðismál varðar, séu settir framar hagsmunum fjármálafyrirtækja. Þessa barátta, sem hefur bæði snúist um að berjast fyrir og verja þau réttindi sem hagsmunaaðilar vilja svipta almenning, hefur alfarið verið unnin í sjálfboðavinnu og af hugsjón. Málefni og loforð okkar í Flokki fólksins eru ekki „kosningamál“ heldur okkar hjartans mál. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir þeim og við munum aldrei gefast upp. Ekki sleppa því að fara inn í kjörklefann í haust og leggja þitt lóð á vogarskálar breytinga. Taktu upplýsta ákvörðun. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun