Allar United treyjur uppseldar hjá Jóa útherja | Fær Ronaldo sjöuna? Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 21:31 Ronaldo var númer sjö er hann lék með Manchester United frá 2003 til 2009. Manchester United via Getty Images Íþróttavöruverslunin Jói útherji greindi frá því síðdegis í dag að Manchester United treyjur til sölu í versluninni væru uppseldar. Margur virðist hafa tryggt sér treyju eftir að tilkynnt var um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti. Enski boltinn Verslun Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti.
Enski boltinn Verslun Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira