Mikael sagði fangelsismyndina mistök Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2021 15:46 Mikael Anderson hefur æft með landsliðinu á Laugardalsvelli síðustu daga en á þriðjudagskvöld birti hann mynd af fangaklefa á Instagram, sem hann sá svo eftir að hafa gert. Skjáskot/Instagram og KSÍ Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er feginn að hafa fengið að skipta um félag á síðustu stundu áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í vikunni. Hann segist hafa gert mistök með birtingu myndar á Instagram. Mikael skipti um félag í Danmörku en AGF náði loks samkomulagi við Midtjylland, sem hafði áður hafnað tilboði, um kaup á þessum 23 ára landsliðsmanni á elleftu stundu. Fyrr á þriðjudagskvöld birti Mikael mynd á Instagram sem sýndi fangaklefa, væntanlega til að gefa í skyn að honum væri haldið föngnum í Midtjylland. Hann segir það hafa verið mistök. „Eftir tvær leiktíðir þar sem mér tókst ekki að festa mig í sessi í liðinu þráði ég heitt að fá nýja áskorun. En ég gerði mistök á hringrásinni minni [e. Instagram Story] í gær þegar ég leyfði tilfinningunum að taka stjórnina,“ skrifaði Mikael á Instagram. Þar sagði hann einnig í eins konar kveðju til síns gamla félags: „Þá er komið að því að kveðja eftir 9 ár sem leikmaður Midtjylland. Fyrst og fremst vil ég segja að brotthvarf mitt frá félaginu var ekki eins og ég hefði óskað. Ég hef verið mjög ánægður með minn tíma hjá Midtjylland, þar sem mér hefur alltaf verið vel tekið og verið umkringdur af frábæru fólki, innan sem utan vallar. Ég er þakklátur fyrir það sem félagið og stuðningsmennirnir hafa gefið mér og því mun ég ekki gleyma.“ Mikael er í íslenska landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM þessa dagana. Hann kom ekkert við sögu í leiknum við Rúmeníu í gær en gæti spilað gegn Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi næsta miðvikudag. Fyrsti leikur hans fyrir AGF gæti verið 12. september gegn Vejle. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Mikael skipti um félag í Danmörku en AGF náði loks samkomulagi við Midtjylland, sem hafði áður hafnað tilboði, um kaup á þessum 23 ára landsliðsmanni á elleftu stundu. Fyrr á þriðjudagskvöld birti Mikael mynd á Instagram sem sýndi fangaklefa, væntanlega til að gefa í skyn að honum væri haldið föngnum í Midtjylland. Hann segir það hafa verið mistök. „Eftir tvær leiktíðir þar sem mér tókst ekki að festa mig í sessi í liðinu þráði ég heitt að fá nýja áskorun. En ég gerði mistök á hringrásinni minni [e. Instagram Story] í gær þegar ég leyfði tilfinningunum að taka stjórnina,“ skrifaði Mikael á Instagram. Þar sagði hann einnig í eins konar kveðju til síns gamla félags: „Þá er komið að því að kveðja eftir 9 ár sem leikmaður Midtjylland. Fyrst og fremst vil ég segja að brotthvarf mitt frá félaginu var ekki eins og ég hefði óskað. Ég hef verið mjög ánægður með minn tíma hjá Midtjylland, þar sem mér hefur alltaf verið vel tekið og verið umkringdur af frábæru fólki, innan sem utan vallar. Ég er þakklátur fyrir það sem félagið og stuðningsmennirnir hafa gefið mér og því mun ég ekki gleyma.“ Mikael er í íslenska landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM þessa dagana. Hann kom ekkert við sögu í leiknum við Rúmeníu í gær en gæti spilað gegn Norður-Makedóníu á sunnudag eða Þýskalandi næsta miðvikudag. Fyrsti leikur hans fyrir AGF gæti verið 12. september gegn Vejle.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira