Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 11:30 Mourinho reyndi að fá Xhaka til Roma í sumar. Hann hefur nú hvatt hann til að fara í bólusetningu. Glyn Kirk - Pool/Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig. Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið. Ítalski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið.
Ítalski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira