Glæsimark Amöndu dugði ekki til Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:56 Amanda skoraði glæsimark í tapi dagsins. Vegard Wivestad Grott / BILDBYRAN / kod VG Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki. Norski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Norski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira