Þorsteinn um Amöndu: „Markmiðið með að velja hana er að hún spili fyrir Ísland“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2021 19:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir markmið liðsins vera að komast á HM. Mynd/skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í dag hópinn sem mætir Hollendingum þann 21. september. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2023 og Þorsteinn segir að búast megi við krefjandi leik. „Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30