Brasilísku stjörnurnar fá ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 13:00 Þessir þrír verða ekki með Liverpool um helgina. Michael Regan/Getty Images Alls verða átta brasilískir leikmenn brasilíska landsliðsins fjarverandi er enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik um helgina. Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30
Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15