Hannes Þór hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2021 21:05 Hannes Þór Halldórsson eftir síðasta landsleikinn sinn í kvöld. Getty/Alex Grimm Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland. HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland.
HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira