Vellirnir okkar Orri Björnsson skrifar 9. september 2021 10:31 Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Núna eru að verða tuttugu ár síðan uppbygging Vallahverfisins hófst, sum svæðin eru því löngu orðin fullbyggð, og íbúar búnir að klára hús sín og garða fyrir löngu síðan. Þegar hverfið var skipulagt var ákveðið að nota efni sem félli til á svæðinu sem mest, vegna þess voru manir úr hraungrýti og sama hraungrýtið notað á eyjurnar milli akreina. Auk þess var hraun sem liggur í gegnum miðja byggðina hverfisverndað til að bjóða upp á ósnortna náttúru með gönguleið í gengum hverfið. Óánægja íbúa Þessar ákvarðanir valda því að ásýnd hverfisins er fremur grá og þar með ekki hlýleg. Smátt og smátt, eftir því sem hverfið hefur byggst upp og elst, hefur óánægja aukist meðal íbúa með þessa ásýnd. Ég er einn af þessum íbúum og og er sammála, hverfið er of grátt. Einnig hefur á köflum vantað á að umhirða opinna svæða væri nógu góð sem enn hefur aukið á óánægju með ásýndina. Síðustu ár hefur þó verið unnið að grænkun Valla og til dæmis hafa manirnar meðfram leiðinni inn í hverfið fengið gras í stað hraungrýtisins sem áður var þar. Það er þó ljóst öllum sem fara um hverfið að meira þarf til og því setti meirihluti bæjarstjórnar 50 milljónir í grænkun Valla í fjárhagsáætlun fyrir 2021. Þær framkvæmdir eru hafnar og munu vonandi laga ásýndina verulega. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta tel ég að meira þurfi til, hönnun hverfisins er ekki nógu græn. Hverfisverndaða hraunið var ágæt hugmynd á sínum tíma en hefur ekki elst vel, sérstaklega má sjá það á lóðinni við Hraunvallaskóla. Þar eru löngu búið að troða niður mosa og annan náttúrulegan gróður og svæðið orðið óaðlaðandi og frekar ljótt. Það er því mín skoðun að athuga megi hvort ekki sé hægt að uppfæra hverfisverndun á hrauninu. Með því mætti gera það vistlegra, hafa gras, trjágróður og fleira sem lífgar upp á umhverfið og gerir það vistlegra. Með þessu er ég ekki að leggja til að allt verði jafnað við jörðu og byrjað upp á nýtt, alls ekki. Að sjálfsögðu eru fallegar hraunmyndanir víða á þessu svæði og sjálfsagt að láta þær vera ósnortnar en á öðrum svæðum þar sem svæðið er ekki eins fallegt væri til bóta að fegra það með gróðri. Þetta þarf að vinnast í sátt við íbúana og kynna vel áður en framkvæmdir byrja. Þetta, ásamt lagfæringum meðfram göngustígum, leiksvæðum og ökuleiðum gæti gjörbreytt ásýnd okkar góða hverfis og gert það vistlegra og enn eftirsóttara til búsetu. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar