Fór sem skemmtikraftur en snýr aftur til að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 14:01 Ronaldo kemur inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Alex Livesey/Getty Images Samfélagsmiðlateymi Manchester United hefur unnið yfirvinnu við að sýna öllum og ömmum þeirra að Cristiano Ronaldo sé mættur aftur á Old Trafford í Manchester. Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð