Ég kýs Sósíalistaflokk Íslands Mikael Torfason skrifar 13. september 2021 07:01 Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun