„Bitnar aðallega á leikmönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 14:46 Jürgen Klopp er með þrjá Brasilíumenn í sínum hópi. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru meðal þeirra sem harma þá stöðu sem upp er komin í enska boltanum varðandi brasilísku leikmennina sem bannað hefur verið að spila um helgina. Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira