Segir að lið sitt muni sakna Harvey Elliott og að Mo Salah sé hinn fullkomni atvinnumaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 20:01 Klopp fyrir leik dagsins. Shaun Botterill/Getty Images Jurgen Klopp ræddi við fjölmiðla eftir 3-0 sigur Liverpool á Leeds United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann ræddi meiðsli hins unga Harvey Elliott sem og Mo Salah en Egyptinn hefur nú skorað 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. „Harvey Elliott er á spítala, það er ljóst að um er að ræða slæm ökklameiðsli. Það var eins og hann hefði farið úr lið, læknalið okkar setti hann aftur í lið og hann fann fyrir miklum sársauka. Meira vitum við ekki núna, við verðum að bíða,“ sagði Klopp um meiðsli hins unga Elliott. „Mér gæti ekki verið meira sama hvort það var rautt spjald, það kemur mér ekki við. Þetta voru mjög alvarleg meiðsli fyrir aðeins 18 ára gamlan leikmann, rauða spjaldið skiptir ekki máli. Tvær eða þrjár vikur, við getum spilað áfram – Harvey getur það ekki. Við munum spila fótbolta án hans en við munum sakna hans þar sem hann er frábær leikmaður.“ Mo Salah var við hlið Harvey Elliott þegar hann var tæklaður í dag.Laurence Griffiths/Getty Images Klopp var spurður út í hvað hann hefði verið að ræða við fjórða dómara leiksins en hann vildi ekki fara út í það. „Við spiluðum mjög vel þangað til Harvey þurfti að fara af velli. Allt liðið var í sjokki og við misstum ryðmann. Það er venjulegt, það er mennskt. Við spiluðum eins vel og hægt er gegn Leeds United, við unnum sanngjarnt.“ „Ég talaði við leikmennina eftir leik, við þurftum að ræða Harvey líka. Leikurinn var spilaður á miklum hraða sem mér líkar vel við svo eflaust fannst mér þessi leikur skemmtilegur.“ Klopp ræddi einnig Mo Salah sem skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í dag. „Tölfræðin hans er ótrúleg. Hann er enn hungraður og ég veit ekki hversu mörg met til viðbótar hann getur slegið. Síðan hann gekk til liðs við okkur hefur hann verið hinn fullkomni leikmaður.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öruggur sigur Liverpool á Elland Road Liverpool vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Leeds United er liðin mættust á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 12. september 2021 17:25 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Harvey Elliott er á spítala, það er ljóst að um er að ræða slæm ökklameiðsli. Það var eins og hann hefði farið úr lið, læknalið okkar setti hann aftur í lið og hann fann fyrir miklum sársauka. Meira vitum við ekki núna, við verðum að bíða,“ sagði Klopp um meiðsli hins unga Elliott. „Mér gæti ekki verið meira sama hvort það var rautt spjald, það kemur mér ekki við. Þetta voru mjög alvarleg meiðsli fyrir aðeins 18 ára gamlan leikmann, rauða spjaldið skiptir ekki máli. Tvær eða þrjár vikur, við getum spilað áfram – Harvey getur það ekki. Við munum spila fótbolta án hans en við munum sakna hans þar sem hann er frábær leikmaður.“ Mo Salah var við hlið Harvey Elliott þegar hann var tæklaður í dag.Laurence Griffiths/Getty Images Klopp var spurður út í hvað hann hefði verið að ræða við fjórða dómara leiksins en hann vildi ekki fara út í það. „Við spiluðum mjög vel þangað til Harvey þurfti að fara af velli. Allt liðið var í sjokki og við misstum ryðmann. Það er venjulegt, það er mennskt. Við spiluðum eins vel og hægt er gegn Leeds United, við unnum sanngjarnt.“ „Ég talaði við leikmennina eftir leik, við þurftum að ræða Harvey líka. Leikurinn var spilaður á miklum hraða sem mér líkar vel við svo eflaust fannst mér þessi leikur skemmtilegur.“ Klopp ræddi einnig Mo Salah sem skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í dag. „Tölfræðin hans er ótrúleg. Hann er enn hungraður og ég veit ekki hversu mörg met til viðbótar hann getur slegið. Síðan hann gekk til liðs við okkur hefur hann verið hinn fullkomni leikmaður.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öruggur sigur Liverpool á Elland Road Liverpool vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Leeds United er liðin mættust á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 12. september 2021 17:25 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Öruggur sigur Liverpool á Elland Road Liverpool vann einkar þægilegan 3-0 sigur á Leeds United er liðin mættust á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 12. september 2021 17:25