Hvernig getum við bætt íslenskan sjávarútveg? Georg Eiður Arnarson skrifar 14. september 2021 09:31 Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar