Búið hjá Ba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 15:01 Demba Ba skorar hjá Liverpool á Anfield í apríllok 2014 eftir skelfileg mistök Steven Gerrard. EPA/PETER POWELL Leikmaðurinn, sem var einn stærsti örlagavaldurinn í því að Steven Gerrard vann aldrei ensku úrvalsdeildina með Liverpoool, hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum. Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira