Svik við sjómenn eru svik við þjóðina! Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 16. september 2021 10:02 Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru gríðarlega stór fyrirtæki. Fyrirtækin eiga bátana sem veiða fiskinn, eiga vinnslunnar sem vinna fiskinn, eiga íslensku sölufyrirtækin sem selja fiskinn út, eiga erlendu sölufyrirtækin sem kaupa fiskinn úti, og dæmi eru orðin um það að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Virðiskeðjan er öll á hendi þessara sömu aðila. Í skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera árið 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum kemur meðal annars fram að „til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Einnig kemur fram í skýrslunni að svo virðist vera að það vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar hann er skráður út úr landinu. Það þýðir einfandlega að verðmæti afurðanna hækkar um 8,3% á meðan verið er að flytja hann út, þetta hefur verið kallað hækkun í hafi. Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári í formi hærra fiskverðs, það vantar upp á laun sjómanna, það vantar upp á skattgreiðslur útgerðarmanna og það vantar upp á greiðslur fyrir afnot af auðlindinni. Útgerðarmenn hafa ekki þurft að svara fyrir þessa skýrslu enda hefur fjármálaráðherra ákveðið að hafa hana harðlæsta ofan í skúffu síðan hún kom út og svo virðist sem ekki hafi verið kannað hvort rökstuddur grunur sé réttur. Útgerðarmenn stjórna því hvar hagnaðurinn verður til Þegar öll virðiskeðjan eru á sömu hendi, þá verður svindl eins og hér er lýst auðveldara, í stað þess að vera með gagnsætt kerfi sem myndi skila sér í réttum launum til sjómanna og hærri greiðslum í sameiginlega sjóði okkar allra hafa útgerðarmenn búið til keðju sem þar sem þeir geta stýrt því hvaðan þeir taka út hagnaðinn. Þeir bæði hámarka hagnaðinn til sín með þessu, en um leið gera þeir það á kostnað sjómanna og samfélagsins í heild sinni Á sama tíma og rökstuddur grunur er uppi að útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni allri, þá neitar þetta sama fólk að sjómenn fái jöfn lífeyrissréttindi og annað launafólk í landinu. Útgerðarmenn neita líka að hækka lágmarkslaun sjómanna, sem eru í dag undir lægstu launum Eflingar. Stéttarfélög sjómanna hafa reynt að benda á þetta síðustu ár, við höfum fengið dræmar undirtektir frá stjórnamálaflokkunum þegar við höfum bent á þetta. kannski verður það öðruvísi í þetta sinn þegar stutt er í kosningar. Við spyrjum því, hvaða stjórnmálaflokkar eru tilbúnir að koma með okkur í þá vinnu að laga þetta? Við erum nefnilega komnir með nóg af fólki sem stingur skýrslum í skúffur og kannar ekki óeðlilega viðskiptahætti þegar rökstuddur grunur er fyrir hendi. Þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og þjóðin á það skilið að svona sé kannað ofan í kjölinn. Stærstu útgerðir landsins ráða yfir allt of stórum hluta kvótans og þær stjórna allri virðiskeðjunni. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann er seldur erlendis. Það tapa allir á ógansæju fiskverði í sjávarútvegi á Íslandi. Sjómenn tapa launum, hafnir tapa hafnargjöldum, sveitarfélög tapa útsvari og ríkið tapar tekjuskatti og auðlindagjöldum. Er nema von að við spyrjum – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimannaBergur Þorkelsson, formaður SÍEinar Hannes Harðarson, formaður SVG
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar