Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2021 13:00 Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjora og málmtæknimanna. Vísir Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Sjá meira