„Ljósmóðir nýsköpunar“ Willum Þór Þórsson skrifar 17. september 2021 13:00 Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun