Stefnir á jafn farsælt samband með Maguire og hann átti með Ramos Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2021 23:01 Raphaël Varane og Harry Maguire mynda hjarta varnar Manchester United. Ash Donelon/Getty Images Franski miðvörðurinn Raphaël Xavier Varane vonast eftir að samstarf hans og Harry Maguire í hjarta varnar Manchester United verði jafn farsælt og samstarf hans með Sergio Ramos hjá Real Madríd. Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum. „Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“ Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021 „Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið. „Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“ „Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“ Paul Pogba og Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar.Alex Pantling/Getty Images „Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“ Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Varane gekk í raðir Manchester United í sumar eftir áratug í herbúðum Real Madríd. Þar myndaði hann eitt besta miðvarðarpar síðari ára með Spánverjanum Sergio Ramos. Saman stóðu þeir vaktina er Real vann spænsku úrvalsdeildina þrívegis, spænska bikarinn einu sinni, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum sem og HM félagsliða fjórum sinnum. „Ég eyddi tíu árum með Ramos svo ég var farinn að þekkja hann frekar vel. Ég vissi hvernig hann hreyfði sig og hvernig ég þurfti að hreyfa mig til að við gætum spilað vel saman.“ Raphael Varane aiming to recreate "best partnership in world football" with Harry Maguirehttps://t.co/1g20vg9wdL pic.twitter.com/mLIho8NYZn— Mirror Football (@MirrorFootball) September 18, 2021 „Að mínu mati er Harry Maguire frábær leikmaður. Við verðum samt að leggja hart að okkur til að líða vel saman á vellinum. Allir varnarmenn liðsins þurfa að vera vel tengdir innan vallar og við verðum betri með tíð og tíma,“ sagði hinn 28 ára gamli Varane í viðtali nýverið. „Við verðum að hreyfa okkur saman, við verðum að hvetja hvorn annan áfram. Við verðum að hreyfa okkur sem ein heild svo það er mikilvægt að mynda gott samband innan vallar. Við lærum alla daga og alla daga verðum við að stefna að því að verða betri en í gær.“ „Ole (Gunnar Solskjær) talaði við mig um metnaðinn í liðinu og hvernig mér myndi líða er ég spilaði fyrir Manchester United. Paul Pogba talaði við mig um félagið, andrúmsloftið og væntingarnar.“ Paul Pogba og Varane í leik með Frakklandi á EM í sumar.Alex Pantling/Getty Images „Auðvitað er hann frábær leikmaður en hann gefur líka frá sér mjög góða og jákvæða orku. Hann er leiðtogi í hópnum, ég hef þekkt hann lengi og er mjög ánægður með að spila með honum.“ Manchester United mætir West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur jafnað Liverpool á toppi deildarinnar með sigri á meðan West Ham getur farið upp í 11 stig með sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn