Danski þjóðarflokkurinn: Pia Kjærsgaard útilokar ekki endurkomu í formannsstólinn Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 11:31 Pia Kjærsgaard steig úr stóli formanns Danska þjóðarflokksins fyrir níu árum, en útilokar nú ekki endurkomu. Flokkurinn hefur hrunið í fylgi og innri átök lituðu landsfund flokksins um helgina. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, útilokar ekki að hún muni aftur gera tilkall til forystu flokksins, batni pólitískt gengi hans ekki á næstunni. Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“ Danmörk Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Sjá meira
Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“
Danmörk Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Sjá meira