Jóhannes Karl: Hugarfarið skiptir öllu máli Andri Már Eggertsson skrifar 19. september 2021 16:38 Jóhannes Karl var eðlilega sáttur með stórsigur sinna manna. Vísir/Bára Dröfn ÍA lyfti sér uppúr fallsæti með 5-0 stórsigri gegn Fylki. Það gekk allt upp í seinni hálfleik hjá ÍA sem kjöldró Fylki. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var afar glaður eftir leik. „Þetta var frábær frammistaða, við mættum grimmir inn í leikinn. Við bjuggumst við að Fylkir myndi spila þéttan varnarleik, við þurftum því að vera þolinmóðir.“ „Ég er virkilega ánægður með hvernig strákarnir mínir spiluðu þennan leik. Það getur verið erfitt að spila við lið sem er einum færri. Við keyrðum vel á þá einum fleiri. Það sem uppskar sigurinn var pressan, viljinn og vinnusemin eftir rauða spjaldið,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik. Seinni hálfleikur ÍA var frábær og skilaði fjórum mörkum. „Við vissum að orkan væri með okkur í liði eftir að Fylkir spilaði framlengdan leik í bikarnum. Við gerðum síðan nokkrar breytingar til að fá ferskar fætur í leikinn. Í seinni hálfleik héldum við boltanum vel og sköpuðum fleiri færi.“ Það er afar góður taktur í liði ÍA sem hefur unnið þrjá leiki í röð. „Við lentum í áföllum snemma í mótinu, það var mikið um meiðsli í undirbúningnum fyrir tímabilið. Það var þó stígandi í okkar leik sem við tókum eftir. Hugarfarið hjá strákunum skiptir öllu máli. Það er mikilvægur leikur gegn Keflavík í síðustu umferð sem við ætlum að mæta í af miklum krafti,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. ÍA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða, við mættum grimmir inn í leikinn. Við bjuggumst við að Fylkir myndi spila þéttan varnarleik, við þurftum því að vera þolinmóðir.“ „Ég er virkilega ánægður með hvernig strákarnir mínir spiluðu þennan leik. Það getur verið erfitt að spila við lið sem er einum færri. Við keyrðum vel á þá einum fleiri. Það sem uppskar sigurinn var pressan, viljinn og vinnusemin eftir rauða spjaldið,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik. Seinni hálfleikur ÍA var frábær og skilaði fjórum mörkum. „Við vissum að orkan væri með okkur í liði eftir að Fylkir spilaði framlengdan leik í bikarnum. Við gerðum síðan nokkrar breytingar til að fá ferskar fætur í leikinn. Í seinni hálfleik héldum við boltanum vel og sköpuðum fleiri færi.“ Það er afar góður taktur í liði ÍA sem hefur unnið þrjá leiki í röð. „Við lentum í áföllum snemma í mótinu, það var mikið um meiðsli í undirbúningnum fyrir tímabilið. Það var þó stígandi í okkar leik sem við tókum eftir. Hugarfarið hjá strákunum skiptir öllu máli. Það er mikilvægur leikur gegn Keflavík í síðustu umferð sem við ætlum að mæta í af miklum krafti,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
ÍA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira