Við getum eytt biðlistunum því við höfum gert það áður Vilhjálmur Árnason skrifar 20. september 2021 11:30 Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun