Rooney fullvissar stuðningsmenn Derby um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. september 2021 07:01 Derby County v Stoke City - Sky Bet Championship - Pride Park Derby County manager Wayne Rooney on the touchline during the Sky Bet Championship match at the Pride Park, Derby. Picture date: Saturday September 18, 2021. (Photo by Barrington Coombs/PA Images via Getty Images) Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County, segist ætla að berjast fyrir félagið og að hann myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum eftir að B-deildarliðið fór í greiðslustöðvun. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið sett í greiðslustöðvun og að tólf stig hafi verið dregin af liðinu. Derby situr því á botni ensku B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Rooney var spurður í dag hvort að hann hefði tekið við félaginu ef hann hefði vitað af fjárhagsvandræðum þess. „Ég efast um það,“ sagði Rooney. „En ég mun berjast fyrir félagið, ég myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum,“ bætti hann svo við. Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir það vanvirðingu að hann hafi þurft að frétta af því að félagið væri á leið í greiðslustöðvun í sjónvarpinu, frekar en að Mel Morris, eigandi þess, hafi sagt honum það í persónu. „Ég hef ekki talað við hann síðan 9. ágúst. Ég hringdi í hann úr síma liðslæknisins og þá svaraði hann. Augljóslega svarar hann lækninum, en ekki þjálfaranum, af einhverri ástæðu.“ Vongóðir um að leysa málin Stjórnarformenn fyrirtækisins Quantuma, Andrew Hosking, Carl Jackson og Andrew Andronikou, vinna nú í því að leita fjármagns fyrir Derby til styttri tíma. Þeir hafa staðfest það að klúbburinn skuldi tugi milljóna punda. En þeir eru þó bjartsýnir á það að málin muni leysast fyrir Derby. „Ég sé þetta þannig að það eru 95% líkur á því að þetta muni leysast á komandi mánuðum,“ sagði Hosking í samtali við BBC. Derby mætir Sheffield United í ensku 1. deildinni á morgun, en þeir sitja í 14. sæti með níu stig eftir átta leiki. Eins og áður segir er Derby á botni deildarinnar með tvö stig í mínus. Ef ekki væri búið að taka stig af Derby væru þeir þrem sætum fyrir ofan Sheffield, með einu stigi meira. Enski boltinn Tengdar fréttir Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01 Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Í gær var greint frá því að félagið hefði verið sett í greiðslustöðvun og að tólf stig hafi verið dregin af liðinu. Derby situr því á botni ensku B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Rooney var spurður í dag hvort að hann hefði tekið við félaginu ef hann hefði vitað af fjárhagsvandræðum þess. „Ég efast um það,“ sagði Rooney. „En ég mun berjast fyrir félagið, ég myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum,“ bætti hann svo við. Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir það vanvirðingu að hann hafi þurft að frétta af því að félagið væri á leið í greiðslustöðvun í sjónvarpinu, frekar en að Mel Morris, eigandi þess, hafi sagt honum það í persónu. „Ég hef ekki talað við hann síðan 9. ágúst. Ég hringdi í hann úr síma liðslæknisins og þá svaraði hann. Augljóslega svarar hann lækninum, en ekki þjálfaranum, af einhverri ástæðu.“ Vongóðir um að leysa málin Stjórnarformenn fyrirtækisins Quantuma, Andrew Hosking, Carl Jackson og Andrew Andronikou, vinna nú í því að leita fjármagns fyrir Derby til styttri tíma. Þeir hafa staðfest það að klúbburinn skuldi tugi milljóna punda. En þeir eru þó bjartsýnir á það að málin muni leysast fyrir Derby. „Ég sé þetta þannig að það eru 95% líkur á því að þetta muni leysast á komandi mánuðum,“ sagði Hosking í samtali við BBC. Derby mætir Sheffield United í ensku 1. deildinni á morgun, en þeir sitja í 14. sæti með níu stig eftir átta leiki. Eins og áður segir er Derby á botni deildarinnar með tvö stig í mínus. Ef ekki væri búið að taka stig af Derby væru þeir þrem sætum fyrir ofan Sheffield, með einu stigi meira.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01 Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01
Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00