Gerði Man. Utd lífið leitt í tveimur leikjum og er aftur orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 09:01 Jarrod Bowen í leik á móti Manchester United. United menn þurftu að hafa fyrir honum í tveimur leikjum í síðustu vikum. EPA-EFE/Clive Brunskill Næstu kaup Liverpool gætu verið á framherja West Ham ef marka má heimildir staðarblaðsins í Liverpool borg. Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka. Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka.
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira