Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 16:41 Höskuldur á fleygiferð gegn HK Vilhelm Gunnarsson Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild. Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53