„Þá segir bara FIBA að þessi landsleikur verður ekki á Íslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 12:01 Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Daníel Þór Íslenska körfuboltalandsliðið þarf mögulega að spila heimaleiki sína í undankeppni HM erlendis af því að Ísland getur ekki boðið upp á hús sem stenst kröfur FIBA. Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum