„Þetta er greinilega grjóthörð gella“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 12:01 Auglýsingin í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan auglýsti í gærkvöldi eftir markmanni fyrir kvennalið Aftureldingar í Olís deild kvenna eftir það sem gerðist í Vestmanneyjum um síðustu helgi. „Ég ætla að segja að skemmtilegasta atvik þessa tímabils var þegar Susan Ines Gamboa, skyttan í liði Afturelding, tók að sér að fara í markmannstreyjuna,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Hún skellti sér í markið og eins og við skrifum var bjargvætturinn. Það sem gerist er að Eva Dís markvörður meiðist og getur ekki tekið þátt í þessum leik. Það var nánast spurt um það hver væri til í að fara í markið,“ sagði Svava Kristín. „Þarna sagði bara Susan: Gummi minn, ég redda þessu,“ sagði Svava. Klippa: Seinni bylgjan: Markmannsmál í Mosfellsbænum „Það er frábært að hún hafi boðið sig fram í þetta en ég sjálf hefði aldrei boðið mig fram í þetta hlutverk,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þetta sýnir karakterinn og þetta er greinilega grjóthörð gella. Það eru ekki margir útileikmenn í deildinni sem rétta upp hönd og biðja um að fara í markið eða bjóða sig fram,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Svava Kristín sýndi þá myndbrot af Susan í leiknum á undan þar sem hún spilaði vel á móti Val og skoraði sex mörk úr átta skotum. „Þetta var enginn draumaleikmaður fyrir Gumma að hafa rétt upp höndina,“ sagði Svava og Seinni bylgjan auglýsti eftir markmanni fyrir Aftureldingarliðið. „Sunneva er þetta ekki eitthvað fyrir þig,“ skaut Sigurlaug á Sunnevu sem hefur spilað fjölmarga leikmenn í marki í efstu deild á Íslandi. „Jú jú, bara að hringja í kerlinguna,“ svaraði Sunneva í léttum tón en bætti svo við. „Mér finnst þetta stórfurðulegt og skil þetta ekki alveg. Þær hljóta samt að vera með fleiri yngri markmenn sem þurfa að stíga fram því þær mega ekkert missa Susan úr sókninni,“ sagði Sunneva. Það má finna alla umræðuna um markmannsmál Aftureldingar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Ég ætla að segja að skemmtilegasta atvik þessa tímabils var þegar Susan Ines Gamboa, skyttan í liði Afturelding, tók að sér að fara í markmannstreyjuna,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Hún skellti sér í markið og eins og við skrifum var bjargvætturinn. Það sem gerist er að Eva Dís markvörður meiðist og getur ekki tekið þátt í þessum leik. Það var nánast spurt um það hver væri til í að fara í markið,“ sagði Svava Kristín. „Þarna sagði bara Susan: Gummi minn, ég redda þessu,“ sagði Svava. Klippa: Seinni bylgjan: Markmannsmál í Mosfellsbænum „Það er frábært að hún hafi boðið sig fram í þetta en ég sjálf hefði aldrei boðið mig fram í þetta hlutverk,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þetta sýnir karakterinn og þetta er greinilega grjóthörð gella. Það eru ekki margir útileikmenn í deildinni sem rétta upp hönd og biðja um að fara í markið eða bjóða sig fram,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Svava Kristín sýndi þá myndbrot af Susan í leiknum á undan þar sem hún spilaði vel á móti Val og skoraði sex mörk úr átta skotum. „Þetta var enginn draumaleikmaður fyrir Gumma að hafa rétt upp höndina,“ sagði Svava og Seinni bylgjan auglýsti eftir markmanni fyrir Aftureldingarliðið. „Sunneva er þetta ekki eitthvað fyrir þig,“ skaut Sigurlaug á Sunnevu sem hefur spilað fjölmarga leikmenn í marki í efstu deild á Íslandi. „Jú jú, bara að hringja í kerlinguna,“ svaraði Sunneva í léttum tón en bætti svo við. „Mér finnst þetta stórfurðulegt og skil þetta ekki alveg. Þær hljóta samt að vera með fleiri yngri markmenn sem þurfa að stíga fram því þær mega ekkert missa Susan úr sókninni,“ sagði Sunneva. Það má finna alla umræðuna um markmannsmál Aftureldingar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira