Kastnámskeið fyrir byrjendur Karl Lúðvíksson skrifar 1. október 2021 08:30 Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda er hugur í mörgum fyrir næsta sumar og þá er um að gera fyrir þau ykkar sem vilja læra að kasta flugu að drífa ykkur á námskeið. Íslenska fluguveiðiakademían verður með kastnámskeið fyrir byrjendur þar sem farið er yfir alla helsu undirstöðuþættina við fluguköst og fluguveiðar. Fluga er að verða allsráðandi í veiðiám á Íslandi svo það er ekki seinna vænna fyrir þá sem eiga eftir að læta réttu handtökin að læra hjá þaulreyndum veiðimönnum. Hér er tilkynning frá akademíunni: Íslenska fluguveiðiakademían kynnir flugukastnámskeið fyrir byrjendur. Kennarar eru allir með kennararéttindi frá FFI (Fly Fishers International).Staðsetning: Íþróttahús Rimaskóla, Rósarima 11.Tímasetning: Miðvikudagar milli 19:45 og 21:45. Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International. Helstu þættir: – Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar.– Viðnám og stærð á kastlykkjum.– Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð.– Stjórn á flugulínunni í kasti.– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.– Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Vinasamlegast óskið eftir lánsstöngum fyrirfram Verð: 17.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Íslenska fluguveiðiakademían verður með kastnámskeið fyrir byrjendur þar sem farið er yfir alla helsu undirstöðuþættina við fluguköst og fluguveiðar. Fluga er að verða allsráðandi í veiðiám á Íslandi svo það er ekki seinna vænna fyrir þá sem eiga eftir að læta réttu handtökin að læra hjá þaulreyndum veiðimönnum. Hér er tilkynning frá akademíunni: Íslenska fluguveiðiakademían kynnir flugukastnámskeið fyrir byrjendur. Kennarar eru allir með kennararéttindi frá FFI (Fly Fishers International).Staðsetning: Íþróttahús Rimaskóla, Rósarima 11.Tímasetning: Miðvikudagar milli 19:45 og 21:45. Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International. Helstu þættir: – Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar.– Viðnám og stærð á kastlykkjum.– Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð.– Stjórn á flugulínunni í kasti.– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.– Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Vinasamlegast óskið eftir lánsstöngum fyrirfram Verð: 17.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði