Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 21:10 Ferdinand Marcos yngri með móður sinni Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú, árið 2019. Fjölskyldan var lengi vel í útlegð eftir að Marcos eldri var steypt af stóli en hún er sökuð um að hafa komist undan með óheyrileg auðæfi sem hún hafði af filippseysku þjóðinni. Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15
Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31
Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19