Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 10:49 Verkamenn fylla lestarvagn með kolum við námu í Diantou í Shaanxi-héraði. Kínverjar eru stærstu framleiðendur og notendur kola í heiminum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn. Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn.
Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna