AS líkir Andra Lucasi við Haaland Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 13:31 Andri Lucas Guðjohnsen er farinn að láta til sín taka hjá varaliði Real Madrid, sigursælasta félags í sögu Meistaradeildar Evrópu, og íslenska landsliðinu. Samsett/Real Madrid og AS.com Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur. Andri Lucas er farinn að láta til sín taka bæði með íslenska A-landsliðinu og varaliði Real Madrid þar sem hann leikur undir stjórn mikils markaskorara og einnar af goðsögnum félagsins; Raúl. Andri kom inn á sem varamaður gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði og náði að tryggja Íslandi 2-2 jafntefli, og svipað var uppi á teningnum þegar hann nældi í vítaspyrnu og skoraði í 2-2 jafntefli varaliðs Real gegn Atlético Baleares. Hann skoraði svo sitt annað landsliðsmark í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í gærkvöld. AS segir að Andri Lucas sé ólíkur föður sínum sem hafi viljað vera aðeins fyrir aftan fremsta mann og kunnað að splundra vörnum með eitruðum sendingum. Andri Lucas sé hreinræktuð, 189 sentímetra „nía“ með kraftmikinn leikstíl sem þjálfarar hans hjá Real Madrid viðurkenni að þurfi að fínpússa. Þeir hafi hins vegar þegar séð nokkuð sem ekki sé hægt að kenna; auga fyrir því að skora mörk. Þriðji eða fjórði kostur Ancelottis Real Madrid er á höttunum eftir stjörnuleikmönnunum Haaland og Kylian Mbappé. AS bendir hins vegar á að félagið eigi nú þegar leikmann sem minni á Haaland en tekur fram að Íslendingurinn eigi enn margt ólært. Hann hafi til að mynda minnt á ungan Haaland með þrennunni sem hann skoraði fyrir U17-landslið Íslands gegn Þýskalandi árið 2019. Samkvæmt AS er Andri Lucas fjórði í röðinni í keppninni um stöðu fremsta manns hjá aðalliði Real, á eftir Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Hins vegar segir blaðið að í ljósi þess hve Mariano fái lítið að spila þá megi líta á Andra Lucas sem þriðja kost. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, valdi Andra Lucas á varalista í Meistaradeildarhóp Real Madrid fyrir leiktíðina og AS segir líklegt að hann muni koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð, mögulega í spænsku bikarkeppninni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir 678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Andri Lucas er farinn að láta til sín taka bæði með íslenska A-landsliðinu og varaliði Real Madrid þar sem hann leikur undir stjórn mikils markaskorara og einnar af goðsögnum félagsins; Raúl. Andri kom inn á sem varamaður gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði og náði að tryggja Íslandi 2-2 jafntefli, og svipað var uppi á teningnum þegar hann nældi í vítaspyrnu og skoraði í 2-2 jafntefli varaliðs Real gegn Atlético Baleares. Hann skoraði svo sitt annað landsliðsmark í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í gærkvöld. AS segir að Andri Lucas sé ólíkur föður sínum sem hafi viljað vera aðeins fyrir aftan fremsta mann og kunnað að splundra vörnum með eitruðum sendingum. Andri Lucas sé hreinræktuð, 189 sentímetra „nía“ með kraftmikinn leikstíl sem þjálfarar hans hjá Real Madrid viðurkenni að þurfi að fínpússa. Þeir hafi hins vegar þegar séð nokkuð sem ekki sé hægt að kenna; auga fyrir því að skora mörk. Þriðji eða fjórði kostur Ancelottis Real Madrid er á höttunum eftir stjörnuleikmönnunum Haaland og Kylian Mbappé. AS bendir hins vegar á að félagið eigi nú þegar leikmann sem minni á Haaland en tekur fram að Íslendingurinn eigi enn margt ólært. Hann hafi til að mynda minnt á ungan Haaland með þrennunni sem hann skoraði fyrir U17-landslið Íslands gegn Þýskalandi árið 2019. Samkvæmt AS er Andri Lucas fjórði í röðinni í keppninni um stöðu fremsta manns hjá aðalliði Real, á eftir Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Hins vegar segir blaðið að í ljósi þess hve Mariano fái lítið að spila þá megi líta á Andra Lucas sem þriðja kost. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, valdi Andra Lucas á varalista í Meistaradeildarhóp Real Madrid fyrir leiktíðina og AS segir líklegt að hann muni koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð, mögulega í spænsku bikarkeppninni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir 678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31
Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15