Stórlið Barcelona og AC Milan sögð vera með augun á Lingard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Newcastle United. EPA-EFE/PETER POWELL Jesse Lingard gæti endað hjá stórliði á Spáni eða Ítalíu ef marka má fréttir af kappanum í erlendum miðlum. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn