Óttast um öryggi barna í varðhaldi í Líbíu Heimsljós 14. október 2021 14:01 UNICEF UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur í Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu. UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda. „Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir Cristina Brugiolo, fulltrúi UNICEF í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“ Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur. UNICEF og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur. UNICEF kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu. „UNICEF hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir Brugiolo. Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbía Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir flóttafólk og hælisleitendur í Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu. UNICEF segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda. „Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir Cristina Brugiolo, fulltrúi UNICEF í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“ Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur. UNICEF og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur. UNICEF kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu. „UNICEF hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir Brugiolo. Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbía Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent