Mikilvægi þess að hugsa tuttugu ár fram í tímann Esther Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 08:01 Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar