Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2021 11:30 Hollywood-spekingurinn Birta Líf fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudagsmorgnum. Í morgun deildi hún meðal annars áhyggjum af Scott Disick vegna trúlofun barnsmóður hans, Kourtney Kardashian og Travis Barker. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker, nýja þætti Kardashian fjölskyldunnar og fréttir af Vanessu Bryant. Eins og vart hefur farið framhjá neinum var raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian að trúlofast trommuleikaranum Travis Barker. Kourtney deildi fréttunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær. „Þau eru búin að vera nágrannar í mörg ár og vinir í mörg ár en byrjuðu bara formlega að deita í febrúar,“ segir Birta Líf um samband þeirra. Hún segist hafa upplifað blendnar tilfinningar þegar hún frétti af trúlofuninni. Á sama tíma og hún gladdist með parinu segist hún fundið til með barnsföður Kourtney, Scott Disck. Hún hafi áhyggjur af viðbrögðum hans en slúðurmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að hann hafi ekki tekið fréttunum vel. Hann sé ekki búinn að vera með sjálfum sér þrátt fyrir að hafa átt von á þessu. „Við erum búin að fylgjast með ástarlífi hennar í tíu ár og við vitum hvernig sambandið hennar við Scott var. Við vitum að þau trúlofuðust aldrei en hana langar samt einhvern tímann að gifta sig og maður er svo „invested“ í þessu,“ útskýrir Birta. View this post on Instagram A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) Birta segir áhugavert að fjölskylda Kourtney hafi verið viðstödd trúlofunina. Systur hennar, Kim og Khloé, móðir hennar Kris Jenner og kærasti hennar Corey Gamble og síðast en ekki síst Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé. En Birta telur viðveru hans vera vísbendingu um það að þau Khloé séu farin að stinga saman nefjum á ný. Þá vekur það athygli Birtu að allar systur Kourtney hafa óskað parinu til hamingju á samfélagsmiðlum nema Kendall Jenner og er það talið senda sterk skilaboð. Ný þáttaröð Kardashian fjölskyldunnar væntanleg Þetta eru þó ekki einu fréttirnar af Kardashian fjölskyldunni því Birta greinir frá því að von sé á nýjum þáttum frá fjölskyldunni á streymisveitunni Hulu. „Við vitum ekkert hvað hann heitir eða hvernig hann verður en þetta verður allavega mjög svipað. Þau eru byrjuð að taka upp og voru til dæmis að taka upp þetta trúlofunarpartý. Þættirnir Keeping Up With The Kardashians voru sýndir í fjórtán ár á sjónvarpsstöðinni E! áður en þeir luku göngu sinni nú í sumar. Birta segir ástæðuna fyrir flutningunum yfir á Hulu vera betri samningar. Sjá: Keeping Up With the Kardashians líða undir lok „En E! gerði samt svo góða hluti. Pælið í því að ná þeim fyrir sirka fjórtán árum og halda sömu launum í þau ár. Það er rosalegt... Upphæðin hækkaði eitthvað aðeins en samkomulagið var alltaf að þú þarft að vera eitthvað X mikið á skjánum til þess að fá greitt.“ Í Brennslutei vikunnar er einnig rætt um sorglegar aðstæður Vanessu Bryant, ekkju körfuboltaspilarans Kobe Bryant. Hún stendur í málaferli vegar myndbirtingar af flugslysi þar sem eiginmaður hennar og dóttir létu lífið. Nú virðist staðan vera sú að Bryant þurfi að undirgangast einhvers konar geðrænt mat til þess að sanna andlegar afleiðingar myndbirtingarinnar áður en málið fer lengra. „Það er galið! Það er galin hegðun. Guð minn góður, þarf þessi kona að ganga í gegnum eitthvað meira?“ Í þættinum ræðir Birta einnig nafnbreytingu tónlistarmannsins Ye, áður þekktur sem Kanye West og veltir vöngum yfir því hvort fyrrverandi eiginkona hans Kim Kardashian West muni nú þurfa að leggja West eftirnafninu. Hægt er að hlusta á Brennslute vikunnar með Birtu Líf í heild sinni hér að neðan. Hollywood Ástin og lífið Tímamót Bíó og sjónvarp Brennslan Tengdar fréttir Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55 Keeping Up With the Kardashians líða undir lok Nú er ljóst að aðeins verður framleidd ein þáttaröð í viðbót af hinum geysivinsælu raunveruleikaþáttum Keeping Up With the Kardashians. Frá þessu greinir Kim Kardashian á Instagram. 8. september 2020 22:03 Vanessa Bryant opinberaði nöfn þeirra sem mynduðu Kobe á slysstaðnum Vanessa Bryant birti í nótt nöfn þeirra sem tóku myndir af líkamsleifum Kobe Bryant og annarra á slysstaðnum þar sem NBA goðsögnin fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum fyrir rúmu ári síðan. 18. mars 2021 11:01 Hét áður Kanye West en nú einfaldlega Ye Bandaríski rapparinn og tónskáldið Ye hét áður Kanye West en hefur nú hlotið blessun dómara í Los Angeles til þess breyta fullu nafni sínu í Ye. 18. október 2021 22:53 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Eins og vart hefur farið framhjá neinum var raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian að trúlofast trommuleikaranum Travis Barker. Kourtney deildi fréttunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær. „Þau eru búin að vera nágrannar í mörg ár og vinir í mörg ár en byrjuðu bara formlega að deita í febrúar,“ segir Birta Líf um samband þeirra. Hún segist hafa upplifað blendnar tilfinningar þegar hún frétti af trúlofuninni. Á sama tíma og hún gladdist með parinu segist hún fundið til með barnsföður Kourtney, Scott Disck. Hún hafi áhyggjur af viðbrögðum hans en slúðurmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að hann hafi ekki tekið fréttunum vel. Hann sé ekki búinn að vera með sjálfum sér þrátt fyrir að hafa átt von á þessu. „Við erum búin að fylgjast með ástarlífi hennar í tíu ár og við vitum hvernig sambandið hennar við Scott var. Við vitum að þau trúlofuðust aldrei en hana langar samt einhvern tímann að gifta sig og maður er svo „invested“ í þessu,“ útskýrir Birta. View this post on Instagram A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) Birta segir áhugavert að fjölskylda Kourtney hafi verið viðstödd trúlofunina. Systur hennar, Kim og Khloé, móðir hennar Kris Jenner og kærasti hennar Corey Gamble og síðast en ekki síst Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé. En Birta telur viðveru hans vera vísbendingu um það að þau Khloé séu farin að stinga saman nefjum á ný. Þá vekur það athygli Birtu að allar systur Kourtney hafa óskað parinu til hamingju á samfélagsmiðlum nema Kendall Jenner og er það talið senda sterk skilaboð. Ný þáttaröð Kardashian fjölskyldunnar væntanleg Þetta eru þó ekki einu fréttirnar af Kardashian fjölskyldunni því Birta greinir frá því að von sé á nýjum þáttum frá fjölskyldunni á streymisveitunni Hulu. „Við vitum ekkert hvað hann heitir eða hvernig hann verður en þetta verður allavega mjög svipað. Þau eru byrjuð að taka upp og voru til dæmis að taka upp þetta trúlofunarpartý. Þættirnir Keeping Up With The Kardashians voru sýndir í fjórtán ár á sjónvarpsstöðinni E! áður en þeir luku göngu sinni nú í sumar. Birta segir ástæðuna fyrir flutningunum yfir á Hulu vera betri samningar. Sjá: Keeping Up With the Kardashians líða undir lok „En E! gerði samt svo góða hluti. Pælið í því að ná þeim fyrir sirka fjórtán árum og halda sömu launum í þau ár. Það er rosalegt... Upphæðin hækkaði eitthvað aðeins en samkomulagið var alltaf að þú þarft að vera eitthvað X mikið á skjánum til þess að fá greitt.“ Í Brennslutei vikunnar er einnig rætt um sorglegar aðstæður Vanessu Bryant, ekkju körfuboltaspilarans Kobe Bryant. Hún stendur í málaferli vegar myndbirtingar af flugslysi þar sem eiginmaður hennar og dóttir létu lífið. Nú virðist staðan vera sú að Bryant þurfi að undirgangast einhvers konar geðrænt mat til þess að sanna andlegar afleiðingar myndbirtingarinnar áður en málið fer lengra. „Það er galið! Það er galin hegðun. Guð minn góður, þarf þessi kona að ganga í gegnum eitthvað meira?“ Í þættinum ræðir Birta einnig nafnbreytingu tónlistarmannsins Ye, áður þekktur sem Kanye West og veltir vöngum yfir því hvort fyrrverandi eiginkona hans Kim Kardashian West muni nú þurfa að leggja West eftirnafninu. Hægt er að hlusta á Brennslute vikunnar með Birtu Líf í heild sinni hér að neðan.
Hollywood Ástin og lífið Tímamót Bíó og sjónvarp Brennslan Tengdar fréttir Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55 Keeping Up With the Kardashians líða undir lok Nú er ljóst að aðeins verður framleidd ein þáttaröð í viðbót af hinum geysivinsælu raunveruleikaþáttum Keeping Up With the Kardashians. Frá þessu greinir Kim Kardashian á Instagram. 8. september 2020 22:03 Vanessa Bryant opinberaði nöfn þeirra sem mynduðu Kobe á slysstaðnum Vanessa Bryant birti í nótt nöfn þeirra sem tóku myndir af líkamsleifum Kobe Bryant og annarra á slysstaðnum þar sem NBA goðsögnin fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum fyrir rúmu ári síðan. 18. mars 2021 11:01 Hét áður Kanye West en nú einfaldlega Ye Bandaríski rapparinn og tónskáldið Ye hét áður Kanye West en hefur nú hlotið blessun dómara í Los Angeles til þess breyta fullu nafni sínu í Ye. 18. október 2021 22:53 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18. október 2021 08:55
Keeping Up With the Kardashians líða undir lok Nú er ljóst að aðeins verður framleidd ein þáttaröð í viðbót af hinum geysivinsælu raunveruleikaþáttum Keeping Up With the Kardashians. Frá þessu greinir Kim Kardashian á Instagram. 8. september 2020 22:03
Vanessa Bryant opinberaði nöfn þeirra sem mynduðu Kobe á slysstaðnum Vanessa Bryant birti í nótt nöfn þeirra sem tóku myndir af líkamsleifum Kobe Bryant og annarra á slysstaðnum þar sem NBA goðsögnin fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum fyrir rúmu ári síðan. 18. mars 2021 11:01
Hét áður Kanye West en nú einfaldlega Ye Bandaríski rapparinn og tónskáldið Ye hét áður Kanye West en hefur nú hlotið blessun dómara í Los Angeles til þess breyta fullu nafni sínu í Ye. 18. október 2021 22:53